NOTKUNARSKILMÁLAR
MIKILVÆGIR LAGALEGIR SKILMÁLAR
Þessir notkunarskilmálar lýsa reglum fyrir gesti á eftirfarandi eManual vefsvæði Medtronic (saman „þetta vefsvæði“).
- Medtronic Manual Library
- Patient Implant Information Library
- Medtronic MRI Resource Library
- NayaMed Manual Library
- Medtronic Manuals: Fyrri útgáfur
- NayaMed Manual Library: Fyrri útgáfur
Ef þú opnar einhvern hluta þessa vefsvæðis gefur það til kynna að þú samþykkir þessa notkunarskilmála að öllu leyti. Ef þú samþykkir ekki þessa notkunarskilmála skaltu ekki nota þetta vefsvæði og yfirgefa það strax.
Þetta vefsvæði er í eigu og rekið af Medtronic. Medtronic er nafnið sem við notum til að vísa til fyrirtækisins okkar í heild, þar á meðal dótturfélaga og tengdra félaga eins og Covidien og Medtronic Minimed. Þegar við notum orðin við eða okkar er átt við Medtronic. Medtronic rekur einnig önnur vefsvæði. Þessir notkunarskilmálar eiga aðeins við um þetta vefsvæði en ekki nein önnur vefsvæði okkar. Þú ættir að fara yfir notkunarskilmálana sem birtir eru á öðrum vefsvæðum Medtronic þegar þú heimsækir þau.
Þessir notkunarskilmálar voru síðast uppfærðir 30. apríl 2019. Við kunnum að breyta þessum notkunarskilmálum hvenær sem er. Farðu yfir notkunarskilmálana í hvert sinn sem þú heimsækir vefsvæðið. Með því að nota þetta vefsvæði samþykkir þú nýjustu útgáfuna af notkunarskilmálunum.
UM UPPLÝSINGARNAR Á ÞESSU VEFSVÆÐI
ÞETTA VEFSVÆÐI VEITIR EKKI LÆKNISFRÆÐILEGA RÁÐGJÖF. EF ÞÚ HELDUR AÐ ÞURFIR NEYÐARAÐSTOÐ SKALTU HRINGJA TAFARLAUST Í LÆKNI EÐA NEYÐARÞJÓNUSTU.
Upplýsingarnar á þessu vefsvæði eru einungis almennar. Upplýsingar sem þú lest á þessu vefsvæði geta ekki komið í stað sambandsins sem þú hefur við heilbrigðisstarfsmanninn þinn og er ekki ætlað að hafa nein áhrif á það samband. Medtronic stundar hvorki lækningar né veitir heilbrigðisþjónustu eða -ráð, og ekki ætti að líta á upplýsingarnar á þessu vefsvæði sem læknisfræðilega ráðgjöf. Þú ættir alltaf að tala við heilbrigðisstarfsmanninn þinn varðandi greiningu og meðferð.
Heilbrigðisupplýsingar breytast hratt. Því er ávallt best að staðfesta upplýsingar hjá heilbrigðisstarfsmanninum þínum.
Þetta vefsvæði er fjármagnað og rekið af Medtronic. Þetta vefsvæði kann að innihalda upplýsingar um vörur sem eru ekki í boði á þínu svæði eða landi. Kynntu þér samþykktar vörumerkingar og ábendingar varðandi notkun á þínu svæði eða landi. Efni á ákveðnum Medtronic vörum er ætlað fyrir notendur á mörkuðum sem hafa notkunarheimild.
HÖFUNDARRÉTTUR OG VÖRUMERKI OKKAR
Efnið á þessu vefsvæði tilheyrir okkur eða okkur hefur verið veitt leyfi fyrir því. Efnið er varið af höfundarréttarlögum í Bandaríkjunum, löndum Evrópusambandsins og öðrum löndum. Það eru nokkrar mikilvægar reglur um afritun þessa efnis. Þú mátt senda í tölvupósti, sækja eða prenta afrit af efninu á þessu vefsvæði, en aðeins fyrir þína persónulegu notkun sem er ekki í viðskiptalegum tilgangi (nema þar sem undantekningar eins og sanngjarnir viðskiptahættir eru heimilar samkvæmt lögum). Þegar þú sendir í tölvupósti, sækir eða prentar afrit af efninu á þessu vefsvæði skal engum skjölum eða tengdri grafík á þessu vefsvæði vera breytt eða notuð aðskilin frá nokkrum meðfylgjandi textum og þú verður einnig að láta allar tilkynningar um höfundarrétt og aðrar tilkynningar sem eru í efninu fylgja með, þar á meðal yfirlýsinguna um höfundarrétt neðst á vefsíðunni.
Við eigum einnig heitin sem við notum á vörum okkar og þjónustu á þessu vefsvæði, og þessi heiti njóta verndar laga um vörumerki í Bandaríkjunum, löndum Evrópusambandsins og öðrum löndum. Við kunnum einnig að vísa til vörumerkja sem eru í eigu þriðju aðila, sem njóta verndar laga um vörumerki í Bandaríkjunum, löndum Evrópusambandsins og öðrum löndum.
® á eftir einhverju heiti á vefsvæðinu okkar gefur til kynna að vörumerkið hafi verið skráð í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.
Það kunna að vera sérstakar reglur um notkun á efninu sem veitt er á ákveðnum hlutum þessa vefsvæðis. Þessar sérreglur verða gerðar aðgengilegar nálægt efninu.
Í þessum lagalegu skilmálum er öll notkun á útdráttum af þessu vefsvæði önnur en í samræmi við þessa notkunarskilmála bönnuð. Ef þú notar efni eða vörumerki á þessu vefsvæði með hætti sem er ekki leyfður með skýrum hætti í þessum notkunarskilmálum brýturðu samning þinn við okkur og kannt að brjóta lög um höfundarrétt, vörumerki og önnu lög. Í slíkum tilfellum afturköllum við sjálfkrafa heimild þína til að nota þetta vefsvæði. Ef heimild til að nota þetta vefsvæði er afturkölluð verður þú umsvifalaust að eyða öllum sóttum eða prentuðum útdráttum af þessu vefsvæði. Réttur á efninu verður áfram hjá okkur eða höfundum efnis sem er að finna á þessu vefsvæði. Allur réttur sem er ekki veittur berum orðum er áskilinn.
TENGLAR Á ÞETTA VEFSVÆÐI OG NOTKUN Á MERKI EÐA VÖRUMERKJUM MEDTRONIC
Þér er hér með veitt leyfi sem er ekki bundið einkarétti, takmarkað og afturkallanlegt leyfi til að tengja á þetta vefsvæði. Medtronic áskilur sér rétt til að afturkalla þetta leyfi almennt, eða rétt þinn til að nota ákveðna tengla, hvenær sem er. Ef Medtronic afturkallar þetta leyfi samþykkir þú að fjarlægja og afvirkja alla þína tengla á þetta vefsvæði umsvifalaust.
Þú samþykkir að birta ekki tengilinn á þetta vefsvæði þannig að hann tengist auglýsingu eða virðist vera meðmæli með einhverju fyrirtæki/samtökum, vöru eða þjónustu. Þú samþykkir að tengillinn birtist ekki á vefsvæði sem sanngjörn manneskja gæti talið klámfengið, ærumeiðandi, áreitandi, mjög móðgandi, hatursfullt, umdeilt eða á vefsvæði sem brýtur gegn hugverkarétti eða öðrum rétti einhverrar annarrar manneskju og fylgir ekki með öðrum hætti öllum viðeigandi lögum og reglugerðum. Undir engum kringumstæðum máttu „ramma inn“ þetta vefsvæði eða nokkurt efni þess eða afrita hluta af þessu vefsvæði á vefþjón. Þú samþykkir að birta hvorki né nota Medtronic merkið eða vörumerkið með nokkrum hætti án fyrirfram fengins og skriflegs samþykkis okkar. Þú samþykkir einnig að tengja ekki frá vefsvæði sem er ekki í þinni eigu og lýsa ekki sambandi þínu við Medtronic með villandi hætti eða birta nokkrar rangar upplýsingar um Medtronic.
TENGLAR Á ÖNNUR VEFSVÆÐI
Þetta vefsvæði kann að innihalda tengla á vefsvæði sem eru ekki rekin af Medtronic. Við veitum þessa tengla þér til hægðarauka, en við förum hvorki yfir, stjórnum né fylgjumst með efninu á nokkrum öðrum vefsvæðum. Við berum ekki ábyrgð á frammistöðu þessara vefsvæða eða á viðskiptum þínum við þau. Notkun þín á öðrum vefsvæðum er háð notkunarskilmálum þessara vefsvæða, þar á meðal persónuverndarstefnum þeirra og stefnum um höfundarrétt.
TENGLAR Á ÞESSU VEFSVÆÐI KUNNA AÐ BEINA ÞÉR Á VEFSVÆÐI SEM INNIHALDA UPPLÝSINGAR UM NOTKUN Á MEDTRONIC VÖRUM EÐA MEÐFERÐUM SEM HAFA EKKI VERIÐ SAMÞYKKTAR Í ÞVÍ LANDI SEM ÞÚ BÝRÐ Í. MEDTRONIC STJÓRNAR HVORKI NÉ MÆLIR MEÐ EÐA SETUR FRAM NOKKRAR FULLYRÐINGAR UM NOKKURN EFNI SEM MÁ FINNA Á ÞEIM EÐA NOKKRAR NIÐURSTÖÐUR SEM KANN AÐ VERA HÆGT AÐ FÁ MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA EINHVERJA AF TENGLUNUM Á ÞESSU VEFSVÆÐI. EF ÞÚ ÁKVEÐUR AÐ FARA INN Á EINHVER AF ÞRIÐJU AÐILA VEFSVÆÐUNUM SEM TENGT ER Á AF ÞESSU VEFSVÆÐI GERIRÐU ÞAÐ Á EIGIN ÁBYRGÐ.
ENDURGJÖF ÞÍN, ATHUGASEMDIR OG HUGMYNDIR
Við tókum endurgjöf, athugasemdum og hugmyndum frá gestum á þetta vefsvæði fagnandi, en athugaðu að allar upplýsingar sem þú sendir inn í gegnum þetta vefsvæði (aðrar en persónuupplýsingar) teljast almennar upplýsingar sem eru hvorki persónu- né trúnaðarupplýsingar. Ef þú sendir okkur persónuupplýsingar þegar þú notar þetta vefsvæði skal vinnsla Medtronic á slíkum persónuupplýsingum falla undir persónuverndaryfirlýsingu okkar. Medtronic skal vera frjálst að afrita, birta, dreifa, fella inn eða með öðrum hætti nota upplýsingar, hugmyndir, þekkingu eða tækni, gögn, myndir, hljóð, texta, efni og aðra hluti sem eru sendir inn til okkar í gegnum þetta vefsvæði í hvaða viðskiptalega eða óviðskiptalega tilgangi sem er. Þú veitir hér með Medtronic ótakmarkað, kostnaðarlaust, óafturkræft leyfi til að nota, fjölfalda, birta, framkvæma, breyta, senda og dreifa þeim í hvaða miðli sem er, og samþykkir að Medtronic sé frjálst að nota þá í hvaða tilgangi sem er. Medtronic skal ekki hafa neinar skyldur varðandi efni sem er sent inn sem er ekki persónulegt.
Þér er óheimilt að birta eða senda til eða frá þessu vefsvæði nokkurt efni sem er ógnandi, ærumeiðandi, ruddalegt, ósiðlegt, uppreisnaráróður, særandi, klámfengið, móðgandi, líklegt til að hvetja til kynþáttahatus, mismunar, ógnvekjandi, hneykslanlegt, æsandi, guðlastandi, brýtur gegn trúnaði, brýtur gegn persónuvernd eða getur valdið skapraun, áreitni eða óþægindum. Þér er einnig óheimilt að að birta eða senda til eða frá þessu vefsvæði nokkurt efni sem þú hefur ekki fengið öll nauðsynleg leyfi og/eða samþykki fyrir, eða sem felur í sér eða hvetur til hegðunar sem gæti talist glæpsamleg, gæti leitt til einkaréttarábyrgðar eða fer með einhverjum hætti í bága við lög, eða brýtur á réttindum einhvers þriðja aðila, í Bandaríkjunum, löndum Evrópusambandsins eða nokkru öðru landi. Þú skalt hvorki birta né senda efni sem er tæknilega skaðlegt (þar á meðal, án takmarkana, tölvuvírusa, biðsprengjur, trójuhesta, orma, skaðlega þætti, spillt gögn eða annan spillihugbúnað eða skaðleg gögn). Þú mátt ekki bakþýða, vendismíða eða sundurgreina nokkurn hluta af vefsvæðinu eða efni þess eða nokkurn hugbúnað sem notaður er í tengslum við vefsvæðið. Þú samþykkir að misnota ekki þetta vefsvæði með aðgangsbrotum eða með því að senda eða dreifa í miklu magni óumbeðnum ruslpósti eða ruslskilaboðum, keðjubréfum eða með öðrum hætti tengjast eða trufla þjónustuna eða netkerfin sem þú hefur aðgang í gegnum. Þú mátt ekki nota þetta vefsvæði í nokkrum viðskiptalegum tilgangi, eða til að hagnast á því eða til endursölu, þar á meðal með kerfisbundnum útdrætti og/eða endurnýtingu á nokkrum hluta þjónustu eða efnis á vefsvæðinu. Medtronic skal eiga fulla samvinnu við öll löggæsluyfirvöld eða dómsúrskurði sem fara fram á það við Medtronic að gefa upp auðkenni eða staðsetningu hvers þess sem birtir eitthvert efni sem brýtur gegn þessum notkunarskilmálum.
ENGIN ÁBYRGÐ. ALLT EFNI Á ÞESSU VEFSVÆÐI ER VEITT ÞÉR „EINS OG ÞAÐ ER“ OG „SAMRÆMI VIÐ FRAMBOГ. MEDTRONIC AFSALAR SÉR HÉR MEÐ ALLRI ÁBYRGÐ, HVORT SEM ER BEINNI EÐA ÓBEINNI, LÖGBUNDIN EÐA ANNARS KONAR. MEDTRONIC VEITIR ENGAR STAÐHÆFINGAR EÐA ÁBYRGÐARYFIRLÝSINGAR UM AÐ NOTKUN Á ÞESSU VEFSVÆÐI VERÐI ÓTRUFLUÐ OG VILLULAUS. ÞÚ BERÐ ÁBYRGÐ Á AÐ GRÍPA TIL ALLRA NAUÐSYNLEGRA VARÚÐARRÁÐSTAFANA TIL AÐ TRYGGJA AÐ ALLT EFNI SEM ÞÚ KANNT AÐ FÁ FRÁ ÞESSU VEFSVÆÐI SÉ LAUST VIÐ TÖLVUVÍRUSA OG ANNAN MÖGULEGA SKAÐLEGAN TÖLVUKÓÐA. MEDTRONIC UNDANSKILUR SIG ÖLLUM STAÐHÆFINGUM, ÁBYRGÐARYFIRLÝSINGUM, SKILYRÐUM OG ÖÐRUM SKILMÁLUM (ÞAR Á MEÐAL, ÁN TAKMARKANA, ÞEIM SKILYRÐUM SEM FELAST Í LÖGUM UM VIÐUNANDI GÆÐI, NOTAGILDI Í TILTEKNUM TILGANGI OG BEITINGU VIÐEIGANDI KUNNÁTTU OG VANDVIRKNI) SEM, EF ÞESSARA LAGALEGU SKILMÁLA NYTI EKKI VIÐ, GÆTU HAFT ÁHRIF Í TENGSLUM VIÐ ÞETTA VEFSVÆÐI. ÞÚ SAMÞYKKIR EINNIG AÐ HALDA MEDTRONIC ALGJÖRLEGA SKAÐLAUSU VEGNA NOKKURS TAPS EÐA TJÓNS AF VÖLDUM BROTA Á ÞESSUM NOTKUNARSKILMÁLUM.
TAKMÖRKUN BÓTASKYLDU. ÞÚ SAMÞYKKIR, AÐ ÞVÍ HÁMARKI SEM LÖG LEYFA, AÐ HVORKI MEDTRONIC NÉ NOKKUR EINSTAKLINGUR EÐA FYRIRTÆKI SEM TENGIST MEDTRONIC SKULI BERA BÓTASKYLDU VEGNA NOKKURS TAPS EÐA TJÓNS SEM ÞÚ EÐA ÞRIÐJI AÐILI KANNT AÐ VERÐA FYRIR VEGNA NOTKUNAR ÞINNAR EÐA VANGETU TIL AÐ NOTA ÞETTA VEFSVÆÐI EÐA NIÐURSTÖÐUR OG EFNI Á ÞESSU VEFSVÆÐI, EKKI NOKKURT VEFSVÆÐI SEM TENGIST ÞESSU VEFSVÆÐI. ÞESSI TAKMÖRKUN Á VIÐ UM ALLAR KRÖFUR, HVERNIG SEM ÞÆR KOMA TIL, ÞAR Á MEÐAL EN EKKI EINGÖNGU KRÖFUR SEM BYGGJA Á ÁBYRGÐ, SAMNINGI, SKAÐABÓTARÉTTI, HLUTLÆGRI ÁBYRGÐ EÐA EINHVERJUM ÖÐRUM LAGASKILNINGI. ÞESSI TAKMÖRKUN ER TIL HAGSBÓTA FYRIR MEDTRONIC, YFIRMENN ÞESS, STJÓRNENDUR, STARFSFÓLK, FULLTRÚA OG BIRGJA SEM NEFNDIR ERU Á ÞESSU VEFSVÆÐI. ÞESSI TAKMÖRKUN Á VIÐ UM HVERS KONAR TAP, HVERNIG SEM ÞAÐ KEMUR TIL, ÞAR Á MEÐAL, ÁN TAKMARKANA, BEINT EÐA ÓBEINT (ÞAR Á MEÐAL HAGNAÐARTAP, TEKJU- EÐA VIÐSKIPTATAP EÐA GLATAÐ TÆKIFÆRI), SÉRSTAKT, TILFALLANDI, ORSAKATENGT, VARNAÐAR- OG REFSIVERT TJÓN, DAUÐA EÐA LÍKAMSTJÓN AF VÖLDUM EINHVERS ANNARS EN OKKAR VANRÆKSLU (EINS OG SLÍKUR SKILMÁLI ER SKILGREINDUR SAMKVÆMT LÖGUM UM ÓSANNGJARNA SAMNINGSSKILMÁLA FRÁ 1977, EÐA SAMBÆRILEGUM LÖGUM UTAN BANDARÍKJANNA), EÐA TJÓN AF VÖLDUM TAPAÐRA GAGNA EÐA TRUFLANA Á REKSTRI. EKKERT Í ÞESSUM LAGALEGU SKILMÁLUM SKAL ÚTILOKA EÐA TAKMARKA BÓTASKYLDU MEDTRONIC VEGNA SVIKA EÐA RANGFÆRSLNA HVAÐ VARÐAR GRUNDVALLARATRIÐI, EÐA NOKKRA BÓTASKYLDU SEM ER EKKI HÆGT AÐ ÚTILOKA EÐA TAKMARKA SAMKVÆMT VIÐEIGANDI LÖGUM.
AÐRAR REGLUR UM ÞETTA VEFSVÆÐI
Fyrir utan reglurnar í þessum notkunarskilmálum og persónuverndaryfirlýsingunni kunna að gilda viðbótarskilmálar þegar þú færð aðgang að ákveðinni þjónustu eða efni á ákveðnum svæðum á þessu vefsvæði, eins og með því að fylgja tengli frá þessu vefsvæði. Lestu persónuverndaryfirlýsinguna okkar til að komast að því hvernig við verndum og notum upplýsingar sem við söfnum í gegnum þetta vefsvæði.
Ef þú brýtur gegn þessum notkunarskilmálum eða persónuverndaryfirlýsingunni þannig að það valdi öðrum skaða samþykkir þú að halda Medtronic skaðlausu gagnvart allri ábyrgð á þeim skaða.
Með því að nota þetta vefsvæði samþykkir þú að eina rétta lögsagan og varnarþingið fyrir allan ágreining við Medtronic, eða sem tengist með einhverjum hætti notkun þinni á þessu vefsvæði, er fyrir dómstólum í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, nema þar sem viðeigandi lög kveða á um lögsögu. Þú samþykkir enn fremur persónulega lögsögu fyrir þessum dómstólum í tengslum við allan ágreining sem tengist Medtronic eða tengdum félögum þess, starfsfólki, yfirmönnum, stjórnendum, fulltrúum eða birgjum. Um þessa notkunarskilmála gilda lög Minnesota-ríkis í Bandaríkjunum, nema þar sem viðeigandi lög kveða á um lögsögu.
SPURNINGAR, ATHUGASEMDIR OG TILKYNNINGAR
Medtronic kann að senda þér tilkynningar í tölvupósti, birta almennar tilkynningar á þessu vefsvæði eða senda þér bréf í pósti á heimilisfangið sem er skráð hjá Medtronic. Þú getur sent Medtronic tilkynningar á eftirfarandi samskiptaupplýsingar:
Bandaríkin:
Höfuðstöðvar Medtronic
710 Medtronic Parkway
Minneapolis, Minnesota
55432-5604
Tollfrjálst: 800-633-8766
Alþjóðlegt: +1 763 514 4000
Kanada:
Medtronic Canada
99 Hereford Street,
Brampton, Ontario L6Y 0R3 (Canada)
Tollfrjáls sími (800) 268-5346
Evrópa:
Medtronic International Trading Sàrl
Póstfang
Route du Molliau 31
CH-1131 Tolochenaz
Sími +41 (0)21 802 70 00
Fax +41 (0)21 802 79 00
Kína:
Medtronic (Shanghai) Management Co., Limited.
Floor 6, Building B, The New Bund
World Trade Center Phase I
255 Dong Yu Road, Pudong, Shanghai
Sími: +86 21 2032 5888
Asía og Kyrrahaf
Covidien Private Limited
50 Pasir Panjang Road, #04-51
Mapletree Business City
Singapore 117384
Miðausturlönd og Afríka
Medtronic META FZ-LLC
Office Park, Block D, 2nd floor | Dubai Internet City
Dubai, United Arab Emirates | P.O. Box 500638
Rómanska Ameríka
Medtronic
9850 NW41st Suite 450
Miami, FL 33178
786 709 4200
Síðast uppfært: 30. apríl 2019