STEFNA EMANUALS LIBRARIES UM VAFRAKÖKUR

INNGANGUR

Þessi stefna um vafrakökur veitir upplýsingar um hvernig vafrakökur og svipuð tækni er notuð á vefsvæðum eManuals, svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um samþykki þitt á vafrakökum þegar þú notar þessi vefsvæði.

HVAÐ ERU VAFRAKÖKUR?

„Vafrakaka“ er lítil textaskrá sem er sett og geymd í tölvunni þinni, snjallsímanum eða öðru tæki eða vefvafra af vefsvæðum eða forritum sem þú heimsækir. Vafrakökur gera okkur kleift að senda örlítið magn af upplýsingum um tækið þitt til vefþjóna okkar. Þær gera vefsvæðum kleift að bera kennsl á tölvuna þína, snjallsímann, spjaldtölvuna eða annað tæki þegar þú vafrar á netinu. Vefvitar, pixlar, JavaScript og önnur rakningartækni nýtir einnig vafrakökur og/eða notar ósýnilegar myndir eða kóða til að safna upplýsingum um heimsókn gests með svipuðum hætti og vafrakökur. Eftir því hve lengi vafrakakan er í tækinu þínu getum við lýst henni sem annaðhvort lotuvafraköku eða langvarandi vafraköku.

LOTUVAFRAKÖKUR

Lotuvafraköku er eytt þegar þú lokar viðeigandi vefsvæði. Lotuvafrakaka getur gert vefsvæði kleift að muna eftir þér meðan þú skoðar það en vafrakakan verður fjarlægð þegar þú skráir þig út eða lokar vefsíðunni eða vafranum þínum. Til dæmis getur lotuvafrakaka verið notuð til að gera eiginleikum eins og innkaupakörfu kleift að muna hvort þú hafir bætt atriðum við hana meðan þú leitar að öðrum atriðum sem þú vilt kaupa á vefsvæðinu.

LANGVARANDI VAFRAKÖKUR

Langvarandi vafrakaka man eftir þér í ákveðinn tíma. Hún er geymd í tækinu þínu eða vafranum þínum í þann tíma (sem gæti verið mínútur, dagar eða mánuðir) eftir að þú hefur skráð þig út eða lokað vafranum. Til dæmis geta langvarandi vafrakökur verið notaðar til að muna hvort þú hafir valið ákveðnar stillingar á vefsvæði (t.d. val á tungumáli).

HVERNIG NOTAR EMANUALS LIBRARIES VAFRAKÖKUR?

Medtronic eManuals Libraries notar bæði lotu- og langvarandi vafrakökur. Vafrakökur og önnur álíka tækni eru notuð af Medtronic af ýmsum ólíkum ástæðum. Vafrakökur eru stundum nauðsynlegar svo vefsvæðið okkar virki rétt og til þess að virkni eins og kjörstillingar notenda á vefsvæðinu virki rétt. Vafrakökur gera okkur kleift að telja gesti á vefsvæðinu okkar og læra hvernig þeir nota vefsvæðið og eiginleika þess, sem gerir okkur kleift að bæta stöðugt upplifunina. Upplýsingar um þær vafrakökur sem eru notaðar á vefsvæðum Medtronic eManuals er að finna fyrir neðan.

VAFRAKÖKUR SEM VIÐ NOTUM

Vafrakökurnar sem kunna að vera notaðar í eManuals Libraries er hægt að flokka með eftirfarandi hætti:

NAUÐSYNLEGAR VAFRAKÖKUR

Þessar kökur eru nauðsynlegar til að tryggja að vefsvæðið virki rétt og með öruggum hætti, gera þeir kleift að vafra um vefsvæðið, nota eiginleika þess og skrá stillingar þínar varðandi notkun okkar á vafrakökum í tækinu þínu. Án þessara vafrakaka yrði ákveðin virkni ekki í boði, og þú gætir ekki nýtt þér ákveðna þjónustu sem vefsvæðið býður upp á. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum um þig í markaðslegum tilgangi, og eru almennt ekki notaðar til að fylgjast með athöfnum þínum á netinu.

VAFRAKÖKUR FYRIR VIRKNI

Þessar vafrakökur gera vefsvæði kleift að muna hvaða valkosti þú hefur valið (þar á meðal sannvottun með notandahlutverki, skilyrði um samþykki, og tungumál), notandanafn þitt ef við á, og allar sérstillingar sem þú hefur gert (t.d. hvað varðar leturstærð) eða sérsníðingu sem hluta af netupplifun þinni. Þær geta einnig verið notaðar til að veita ákveðna þjónustu sem þú getur nýtt þér, eins og myndskeiðaefni eða að gera það kleift að skilja eftir athugasemdir á bloggi.

VAFRAKÖKUR FYRIR GREININGU/FRAMMISTÖÐU

Þessar vafrakökur eru notaðar til að stjórna og bæta hvernig vefsvæðið virkar og geta hjálpað okkur að bera kennsl á vandamál sem þú kannt að lenda í með það nota þjónustu okkar á netinu. Þessar vafrakökur geta verið notaðar til að greiða fyrir könnunum á netinu og skrá fjölda gesta og aðrar vefgreiningartölur. Þessar vafrakökur eru ekki notaðar til að beina til þín netauglýsingum. Án þessara vafrakaka höfum við takmarkaðar upplýsingar um hvernig vefsvæðið okkar stendur sig og höfum minni getu til að gera úrbætur á vöfrunarupplifuninni. Staðlað gagnavörslutímabil Adobe Analytics er 25 mánuðir.

UPPLÝSINGAR UM VAFRAKÖKUR SEM KUNNA AÐ VERA NOTAÐAR

TEGUND VAFRAKÖKU VAFRAKAKA TILGANGUR UPPLÝSINGAR SEM ER SAFNAÐ TÍMALENGD
Nauðsynlegar Adobe Tag Manager (DTM); Notaðar til að stjórna staðsetningu vafrakaka vegna greiningar á vefsvæði samkvæmt samþykki og stillingum fyrir vafrakökur í tækinu þínu. Engum upplýsingum safnað - þessi kóði er notaður til að gera það kleift að staðsetja vafrakökur til rakningar. Lotuvafrakökur og langvarandi vafrakökur
Greining/frammistaða Adobe SiteCatalyst Analytics Vafrakökur fyrir greiningu frá fyrsta eða þriðja aðila eru notaðar til að safna upplýsingum um hvernig geestir nota vefsvæðið okkar. Vafrakökum frá þriðju aðilum er komið fyrir af Saas greiningarvefsvæðum sem tilheyra léni sem er ólíkt og aðgreint léni vefsvæðisins sem heimsótt er af notandanum og birt er í veffangastiku vafrans. Við rekjum beiðnir um handbækur fyrir ákveðnar vörur, ákveðnar viðskiptaeiningar og ákveðin lönd og tilkynnum þau. Persónuupplýsingum er ekki safnað og þær ekki tilkynntar. Lotuvafrakökur og langvarandi vafrakökur
Greining/frammistaða Dynatrace Vafrakökur og teljarar eru notaðir til að fylgjast með frammistöðu forrita og tölfræði um rekstur. Upplýsingar um uppitíma vefsvæðis og tilkynningar ef vefsvæði virkar ekki. Lotuvafrakökur og langvarandi vafrakökur
Nauðsynlegar JSESSIONID Leitarniðurstöður og sendingarupplýsingar prentunarpöntunar. Leitarílag lotu (tegundarnúmer, vöruheiti, land, tungumál). Heiti prentunarpöntunar og heimilisfang. Lotuvafrakökur (geymdar í tækinu þínu í nokkra tíma í sumum tilfellum)
Virkni Lands- og tungumálastillingar Gerir notanda kleift að sleppa vali á landi og tungumáli þegar hann kemur aftur á vefsvæðið. Valið land og tungumál á upphafsskjám. Langvarandi vafrakökur
Virkni Sendingarupplýsingar prentunarpöntunar Gerir það kleift að fylla sjálfkrafa út sendingarupplýsingar á prentunarpöntunum í framtíðinni. Notandanafn og heimilisfang. Langvarandi vafrakökur

PERSÓNUVERND OG VAFRAKÖKUR - PERSÓNUUPPLÝSINGARNAR ÞÍNAR

Þegar einhverjar persónuupplýsingar eru gerðar aðgengilegar fyrir Medtronic í gegnum gögn sem er safnað með vafrakökum veitir persónuverndarstefna okkar, sem er aðgengileg hér, meiri upplýsingar um hvernig við getum notað slíkar persónuupplýsingar, og réttindi þín hvað það varðar.

ÞITT VAL/HVERNIG ÞÚ GETUR STJÓRNAÐ VAFRAKÖKUM

Þú hefur nokkra valkosti varðandi það að stjórna því hvernig vafrakökur eru notaðar í tækinu eða vafranum þínum. Þú getur stillt á að fá tilkynningu þegar vafraköku er komið fyrir, þú getur eytt vafrakökum sem hefur þegar verið komið fyrir, og þú getur valið að hafna öllum eða ákveðnum vafrakökum. Frekari upplýsingar um tiltæka valkosti er að finna á http://www.allaboutcookies.org eða http://cookiepedia.co.uk/how-to-manage-cookies. Athugaðu að hvorugt vefsvæðið er í eigu eða stjórnað með nokkrum hætti af Medtronic eða tengdu fyrirtæki.

Athugaðu að ef þú uppfærir vafrann eða tækið þitt eða notar tengil á netinu til að hafna vafrakökum eiga þær uppfærslur aðeins við um tækið þar sem þú gerðir breytingarnar.

Ef þú slekkur á eða lokar á allar vafrakökur er ekki víst að eManuals vefsvæðin virki rétt. Auk þess getur það að slökkva á eða loka á ákveðnar vafrakökur haft í för með sér að sumir eiginleikar sem eManuals vefsvæðin bjóða upp á virki ekki eins og skyldi, eða að þú hafir ekki aðgang að ákveðnum eiginleikum eða sérstillingum.

STILLINGAR VAFRA

Flestar vafrastillingar gera þér kleift að stilla þær þannig að þú fáir tilkynningu þegar vafraköku er komið fyrir eða uppfærð, eða getur takmarkað eða lokað á ákveðnar gerðir af vafrakökum. Frekari upplýsingar er að finna í „Hjálparhlutanum“ í vafranum þínum.

TÆKISSTILLINGAR

Tækisstillingarnar okkar kunna einnig að gera þér kleift að banna verkvöngum fartækjaforrita (eins og Apple eða Google) að deila ákveðnum upplýsingum með Medtronic sem fengnar eru með sjálfvirkum hætti.

ÁKVEÐNAR VAFRAKÖKUR AFÞAKKAÐAR

Þú getur einnig afþakkað ákveðnar vafrakökur beint hjá veitanda vafrakökunnar. Frekari upplýsingar er að finna í tenglunum fyrir neðan:

GREINING/FRAMMISTAÐA

Adobe Analytics: http://www.d1.sc.omtrdc.net/optout.html

HAFA SAMBAND

Ef þú hefur einhvern tíma beiðnir eða fyrirspurnir um þessa stefnu skaltu hafa samband við okkur í: rs.globaldataprivacyoffice@medtronic.com.

DAGSETNING GILDISTÖKU OG BREYTINGAR

Þessi útgáfa af stefnunni um vafrakökur tekur gildi frá og með 30. apríl 2019. Við kunnum að uppfæra þessa stefnu um vafrakökur öðru hverju.