MEDTRONIC EMANUALS LIBRARIES - PERSÓNUVERNDARYFIRLÝSING

Medtronic leggur áherslu á að viðhalda trausti þínu með því að vernda persónuupplýsingarnar þínar. Við leggjum áherslu á að tryggja persónuvernd þína, og að persónuupplýsingar þínar séu meðhöndlaðar með gagnsæum og löglegum hætti. Allar persónuupplýsingar sem þú veitir verða aðeins notaðar í samræmi við þessa persónuverndaryfirlýsingu. Við hvetjum þig til að lesa þessa persónuverndaryfirlýsingu vandlega.

Þessi persónuverndaryfirlýsing segir þér hvernig við verndum og notum upplýsingum sem við söfnum frá þér þegar þú flettir í gegnum eManuals libraries.

Ef þú samþykkir ekki þessa persónuverndaryfirlýsingu skaltu ekki veita persónuupplýsingarnar þínar og hætta að nota vefsvæðin. Ef þú ákveður að færa ekki inn persónuupplýsingarnar þínar mun Medtronic ekki geta veitt þér prentuð eintök af handbókunum þínum gegn beiðni.

Þessi persónuverndaryfirlýsing var síðast uppfærð 30. apríl 2019. Medtronic kann að breyta persónuverndaryfirlýsingunni hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er. Ef við gerum einhverjar umtalsverðar breytingar á persónuverndaryfirlýsingunni birtum við tilkynningu þess efnis á vefsvæðinu.

INNGANGUR

Þegar við notum orðin „við“ eða „okkar“ vísum við til Medtronic. Þegar við notum orðin „þú“ eða „þitt“ vísum við til notandans (heilbrigðisstarfsmanns, læknis, sjúklings, umönnunaraðila eða annars ætlaðs notanda safnanna)

Eftirfarandi söfn eManuals Libraries falla undir þessa persónuverndaryfirlýsingu:

HVAÐ ERU PERSÓNUUPPLÝSINGAR?

Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem eru unnar í gegnum vefsvæðið sem geta borið kennsl á þig. Á meðal persónuupplýsinganna sem er safnað á vefsvæðum eManuals eru:

HVERNIG SAFNAR EMANUALS LIBRARIES OG VINNUR ÚR PERSÓNUUPPLÝSINGUNUM ÞÍNUM?

eManuals libraries safnar persónuupplýsingunum þínum með Sendingarupplýsingaeyðublaðinu.

Persónuupplýsingar sem er safnað á þessu vefsvæði eru aðeins notaðar í þeim tilgangi að verða við beiðni þinni um að senda prentuð eintök af umbeðnum handbókum til þín. Þær verða ekki notaðar til að bera frekari kennsl á þig, eða til að búa til notandaprófíl byggt á handbókinni eða vörunni sem þú hefur beðið um. Persónuupplýsingarnar verða geymdar jafnlengi og nauðsynlegt er til að uppfylla uppgefinn tilgang og verða eingöngu geymdar lengur að því marki sem nauðsynlegt er til að uppfylla lagalegar skyldur um skrásetningu og til að gera okkur kleift að framfylgja eða verja lagaleg réttindi okkar, í samræmi við stefnu okkar um varðveislu gagna. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um stefnu okkar um varðveislu gagna.

Ef þú vilt að sendingarupplýsingaeyðublaðið sé sjálfkrafa útfyllt með upplýsingunum þínum í heimsóknum í framtíðinni hefurðu val um að samþykkja vafraköku sem gerir það kleift að geyma persónuupplýsingarnar þínar fyrir prentunarpantanir í framtíðinni, byggt á samþykki þínu á því. Frekari upplýsingar um hvernig við notum vafrakökur er að finna í stefnu um vafrakökur.

Persónuupplýsingarnar sem safnað er af eManuals vefsvæðum verða geymdar í Bandaríkjunum (BNA) undir lögaðilanum Medtronic, Inc.

Medtronic, Inc.
710 Medtronic Parkway
Minneapolis MN 55432-5604
Bandaríkin
www.medtronic.com

DEILIR MEDTRONIC PERSÓNUUPPLÝSINGUM MEÐ ÞRIÐJU AÐILUM?

Medtronic deilir upplýsingum sem safnað er af þessu eyðublaði með prentþjónustuaðila okkar (R.R. Donnelly) í gegnum örugga og dulkóðaða gagnarás. Þessum þjónustuaðila er aðeins heimilt að nota persónuupplýsingarnar í þeim tilgangi að verða við beiðni þinni um að senda viðeigandi handbækur til þín. Háð viðeigandi lögum kunnum við einnig að hafa ástæðu til að birta persónuupplýsingarnar þínar ef okkur ber skylda til þess til þess að hlýta einhverjum lögum, reglugerðum, dómsúrskurði, lagalegri eða opinberri beiðni. Ef svo ólíklega fer að allur eða hluti af rekstri okkar er tekinn yfir af þriðja aðila kunna persónuupplýsingarnar þínar að vera fluttar til nýja eigandans að svo miklu leyti sem það tengist viðkomandi rekstri og háð því að viðeigandi varúðarráðstafanir séu til staðar.

HVERNIG NOTAR EMANUALS LIBRARIES VAFRAKÖKUR?

Við kunnum að koma fyrir textaskrá sem kallast vafrakaka í vafraskrám tölvunnar þinnar þegar þú heimsækir okkur. Vafrakakan kann að vera geymd á harða diski tölvunnar þinnar. eManuals Libraries notar vafrakökur í ýmsum tilgangi; sumar af þessum vafrakökum eru nauðsynlegar til að vefsvæðin virki, á meðan aðrar eru til að styðja við virkni svæðisins og veita greiningargögn um notkun vefsvæðisins sem styðja stefnumarkandi ákvarðanir og úrbætur í framtíðinni. Þegar okkur ber skylda til þess samkvæmt lögum biðjum við þig um samþykki áður en við komum vafrakökum fyrir. Frekari upplýsingar er að finna í stefnu eManuals Libraries um vafrakökur.

ÖRYGGI

Við leggjum áherslu á að vernda öryggi og trúnað persónuupplýsinganna þinna. Til að koma í veg fyrir eyðingu, tap, breytingu, óheimilan aðgang að eða birtingu á persónuupplýsingunum þínum fyrir slysni eða með ólöglegum hætti beitum við viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum til að vernda og tryggja allar persónuupplýsingar sem við vinnum úr.

Við tilkynnum þér og/eða viðeigandi eftirlitsyfirvöldum tafarlaust um það ef óheimil birting á persónuupplýsingum krefst slíkrar tilkynningar.

PERSÓNULEG RÉTTINDI ÞÍN OG HVERNIG HAFA SKAL SAMBAND VIÐ MEDTRONIC

Í flestum tilfellum áttu rétt á því að fá aðgang að persónuupplýsingunum þínum hvenær sem er. Medtronic grípur til eðlilegra ráðstafana til að tryggja að allar upplýsingar sem við geymum um þig séu uppfærðar, réttar, viðeigandi, ekki misvísandi og fullkomnar. Ef þú vilt fá aðgang að eða leiðrétta persónuupplýsingarnar þínar, eða ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa stefnu skaltu hafa samband við persónuverndarfulltrúa Medtronic í rs.globaldataprivacyoffice@medtronic.com með ítarlegri lýsingu á beiðninni. Við bregðumst við beiðni þinni um að fá aðgang að eða leiðrétta persónuupplýsingarnar þínar innan eðlilegs tímaramma.

Það kostar ekkert að biðja um aðgang að persónuupplýsingunum þínum, en við kunnum að krefjast þess að þú greiðir eðlilegan kostnað við að veita þér aðgang (eins og ljósritunarkostnað).

Það eru nokkrar aðstæður þar sem okkur ber ekki skylda til að veita þér aðgang að persónuupplýsingunum þínum. Medtronic má ekki verða við beiðni um að fá aðgang, eða breyta eða eyða persónuupplýsingum ef það telur að það feli í sér brot á lögum eða lagalegri skyldu, eða valdi því að upplýsingarnar verði rangar. Í slíkum aðstæðum, og ef þú ferð fram á það, skal Medtronic grípa til eðlilegra ráðstafana til að hengja yfirlýsingu frá þér um þær leiðréttingar sem óskað er eftir að gera við upplýsingarnar.

Þú getur hvenær sem er nýtt þér rétt þinn til að fá aðgang að, leiðrétta eða eyða öllum persónuupplýsingum sem varða þig eða takmarka vinnslu á þínum persónuupplýsingum, í samræmi við viðeigandi lög. Ef við höfum byggt söfnun okkar eða notkun á persónuupplýsingum þínum á þínu samþykki áttu einnig rétt á að draga samþykki þitt til baka hvenær sem er með sama hætti og þú veittir það, eða með því að senda inn beiðni eins og lýst er að neðan. Þú átt einnig rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd.

Við bregðumst við kvörtun þinni innan eðlilegs tíma, yfirleitt innan 30 daga.

Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir um þessa persónuverndaryfirlýsingu eða vilt nýta réttindi þín skaltu hafa samband við okkur eða gagnaverndarfulltrúa Medtronic í: rs.globaldataprivacyoffice@medtronic.com

PERSÓNUVERND Í KALIFORNÍU

Smelltu hér til að fá meiri upplýsingar fyrir íbúa í Kaliforníu.